Landhelgisgæslan fékk undir kvöld í gær beiðni í gegnum Neyðarlínuna, þar sem óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar, vegna manns sem fékk hjartastopp á Brjánslæk við Breiðafjörð.
Að sögn Landhelgisgæslunnar vildi svo vel til, að nærstaddir kunnu skyndihjálp og hafði þeim tekist að endurlífga manninn.
Var þyrluáhöfn kölluð út og fór TF-GNÁ í loftið kl. 19:11. Lent var á Brjánslæk kl. 19:51 og fór þyrlan aftur í loftið tíu mínútum síðar. Var lent við skýli Landhelgisgæslunnar kl. 20:55 þar sem sjúkrabifreið beið og flutti manninn á Landspítalann.