Yfir 40 ungmenni ræða um stjórnarskrána

Fjörutíu og einn þingmaður mun móta tillögur og ræða mál tengd stjórnarskrá Íslands á þingi ungmennaráða sem fram fer í Iðnó á morgun.

Þingið er liður í verkefninu Stjórnlög unga fólksins sem miðar að því að tryggja að skoðanir íslenskra barna og ungmenna fái að heyrast þegar stjórnarskráin er endurskoðuð.


Að þinginu loknu verður unnið úr niðurstöðunum, ásamt því efni sem börn og unglingar hafa hlaðið upp á vefsíðu verkefnisins www.stjornlogungafolksins.is. Sett verður saman skýrsla sem kynnt verður fjölmiðlum og afhent stjórnlagaráði og Alþingi í maí, að því er fram kemur í tilkynningu.

Það eru UNICEF, umboðsmaður barna og Reykjavíkurborg sem standa að verkefninu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert