Yfir 40 ungmenni ræða um stjórnarskrána

Fjörutíu og einn þingmaður mun móta tillögur og ræða mál tengd stjórnarskrá Íslands á þingi ungmennaráða sem fram fer í Iðnó á morgun.

Þingið er liður í verkefninu Stjórnlög unga fólksins sem miðar að því að tryggja að skoðanir íslenskra barna og ungmenna fái að heyrast þegar stjórnarskráin er endurskoðuð.

Fram kemur í tilkynningu að þingmennirnir komi víðsvegar að og séu fulltrúar ungmennaráða í sínu sveitarfélagi. 16 af 18 sveitarfélögum á landinu sem starfræki ungmennaráð sendi fulltrúa á þingið og fjögur sveitarfélög til viðbótar séu með slík ráð í burðarliðnum og senda þátttakendur.

Að þinginu loknu verður unnið úr niðurstöðunum, ásamt því efni sem börn og unglingar hafa hlaðið upp á vefsíðu verkefnisins www.stjornlogungafolksins.is. Sett verður saman skýrsla sem kynnt verður fjölmiðlum og afhent stjórnlagaráði og Alþingi í maí, að því er fram kemur í tilkynningu.

Það eru UNICEF, umboðsmaður barna og Reykjavíkurborg sem standa að verkefninu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert