Vinnuhópur Flugmálafélags Íslands, Flugmálastjórnar Íslands og innanríkisráðuneytis leggur til að ráðherra og Flugmálastjórn beiti sér fyrir því við Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, að reglum um rekstur og viðhald einkaloftfara verði breytt.
Að sögn dómsmálaráðuneytisins eru aðilar sammála um að reglurnar séu íþyngjandi
fyrir einkaflug og að unnt sé að breyta þeim án þess að ógna
flugöryggi.
Flugmálafélag Íslands hefur allt frá sumrinu 2010 gagnrýnt þau áhrif sem félagið telur að nýlegar reglugerðir Evrópusambandsins um lofthæfi loftfara hafi á einkaflug á Íslandi. Hélt félagið því fram að þær væru íþyngjandi fyrir rekstur alls þorra einkaflugvéla sem skráðar eru á Íslandi.
Vefur dóms- og mannréttindaráðuneytisins