26,4% mjólkurinnar frá mjaltaþjónum

Kýr Daníels Magnússonar í Akbraut skila miklum afurðum, en hann …
Kýr Daníels Magnússonar í Akbraut skila miklum afurðum, en hann hefur þó ekki fengið sér mjaltaþjón. Helgi Bjarnason

Um síðustu áramót nam hlutfall mjólkur frá kúabúum hér á landi með mjaltaþjóna 26,4% af heildarframleiðslu ársins 2010 og er einungis Danmörk með hærra hlutfall mjólkur á heimsvísu eða 26,9%.

Þrátt fyrir að lítið hafi selst af mjaltaþjónum hér á landi á síðustu tveimur árum, hefur hlutfall mjólkur frá mjaltaþjónabúum aukist samhliða auknum afurðum í þessum búum hér á landi. Þetta kemur fram í nýrri samantekt frá tæknihópi NMSM, en NMSM eru mjólkurgæðasamtök afurðastöðva á Norðurlöndunum. Sagt er frá samantekinni á vef kúabænda naut.is.

Alls voru, um síðustu áramót, mjaltaþjónar á 14,3% íslenskra kúabúa sem er næst hæsta hlutfall á Norðurlöndunum á eftir Danmörku þar sem 22,2% búanna eru með mjaltaþjónum. Í Svíþjóð er þetta hlutfall 12,8% og minna en 6% í bæði Noregi og Finnlandi. Alls voru um síðustu áramót 33 þúsund kúabú á Norðurlöndunum en einungis um þrjú þúsund þeirra voru með mjaltaþjóna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert