Atvinnulífinu verði ekki haldið í gíslingu

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fundi í Valhöll í dag.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fundi í Valhöll í dag. mbl.is/Golli

 „Það á að hafa afleiðingar fyrir fjármálafyrirtækin ef þau standa ekki við gefin loforð um að koma atvinnulífinu til hjálpar og endurskipuleggja skuldir fyrirtækjanna. Við komum ekki nýju fjármálakerfi á fót til þess að það gæti haldið atvinnulífinu í gíslingu,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins á opnum fundi í Valhöll í morgun.

Bjarni sagði ekki eiga að viðurkenna lán í langtímavanskilum sem hefðbundna eign sem eitthvert mark væri takandi á. Slík lán væru falseignir í reikningum bankanna. Lítil og meðalstór fyrirtæki glímdu við mikinn vanda sem yrði að leysa. „Þeir hagsmunir sem undir eru réttlæta grimmar aðgerðir gagnvart fjármálafyrirtækjunum til þess að koma hagkerfinu af stað.“  

Bjarni sagði að áætlanir fjármálafyrirtækjanna miðuðu að því að þau fengju allt sitt, með aukinni vinnu þeirra sem reka fyrirtækin, en alla hvata vantaði fyrir fyrirtækin að vinna sig út úr vandanum. Bankarnir ætluðust til að fyrirtæki stæðu undir 100% skuldsetningu. Fyrirtæki í þeirri stöðu gæti ekki fjárfest í nýjum tækjum til að auka framleiðni né ráðið til sín fólk, til þess vantaði alla hvatningu og getu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert