Fáni ESB á varðskipinu

Búið er að mála fána ESB á varðskipið Tý.
Búið er að mála fána ESB á varðskipið Tý. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Búið er að mála fána Evrópusambandsins á varðskip Landhelgisgæslunnar en verið er að gera skipið klárt til að sinna verkefnum fyrir Frontex, Landamærastofnun Evrópusambandsins, í Miðjarðarhafinu.

Ísland er aðili að Frontex í gegnum Schengen, en stofnun hefur óskað eftir að Gæslan sendi bæði skip og flugvél til starfa í Miðjarðarhafi.  Óskin en til komin vegna þessa ástands sem skapast hefur við Miðjarðarhafið eftir að íbúar í norðanverðri Afríku kröfðust frelsis og umbóta.

Varðskipið Ægir og flugvél Landhelgisgæslunnar unnu fyrir Frontex á síðasta ári og var mikil ánægja var með frammistöðu starfsmanna Gæslunnar. Fyrirhugað var að senda aftur skip til verkefna við Spán, Grikkland og Vestur-Afríku. Þessum verkefnum hefur nú verið frestað og mun varðskipið í staðinn sinna verkefnum á Miðjarðarhafinu öllu allt frá Gíbraltar að Kýpur.

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, hefur látið hafa eftir sér að með þessu sé mögulegt að halda óbreyttum starfsmannafjölda og ráða viðbótarfólk bæði til flugs- og skipaútgerðar hið minnsta tímabundið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert