Ökumaður setti sjálfan sig og vegfarendur í stórhættu á Reykjanesbraut í kvöld þegar hann neitaði að stöðva bíl sinn og ók á miklum hraða undan lögreglu.
Lögreglan hugðist stöðva bílinn á Grindavíkurvegi, en ökumaður sinnt í engu merkjum lögreglu að stöðva bíllinn og út á Reykjanes. Eftirförin stóð yfir í um hálftíma, en lögreglu tókst loks að stöðva bílinn um kl. 22:30.
Ökumaðurinn var færður til yfirheyrslu hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Ekki fengust upplýsingar um hvort maðurinn væri grunaður um ölvun.