Hætta stuðningi verði farið í virkjanir

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fundi í Valhöll í dag.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fundi í Valhöll í dag. mbl.is/Golli

Þingmenn í stjórnarmeirihlutanum hafa sett það sem skilyrði fyrir stuðningi við ríkisstjórnina að ekki verði farið í virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins á fundi í Valhöll.

Bjarni sagðist nefna þetta vegna þess að virkjanir í neðri hluta Þjórsár væru á lista aðila vinnumarkaðarins yfir fjárfestingar á næstu misserum og árum. Ríkisstjórn væri hins vegar ekki tilbúin til að styðja þessar framkvæmdir vegna þess að þá myndi hún falla, ekki síst núna þegar þingmeirihlutinn hangir á aðeins einum manni.

Bjarni sagði tíðindin í kjaraviðræðum alvarleg. Hann sagði að Samtök atvinnulífsins væru gagnrýnd fyrir að setja fram kröfu um skýra stefnu í sjávarútvegsmálum. Bjarni spurði hvort þetta væri ósanngjörn krafa. Ríkisstjórnin hefði fyrir tveimur árum lýst því yfir að breyta ætti um stefnu í sjávarútvegsmálum. Stjórnin hefði ekki sett fram neinar tillögur ennþá. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefði ekki fram neitt sáttaboð í sjávarútvegsmálum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert