Ingólfur Margeirsson, blaðamaður og rithöfundur, lést í nótt, 62 ára að aldri. Starfaði hann lengi sem ritstjóri og blaðamaður, m.a. á Þjóðviljanum og Alþýðublaðinu. Ingólfur lætur eftir sig eiginkonu og þrjú uppkomin börn, auk tveggja uppeldisdætra.
Ingólfur lauk stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1969. Sama ár hóf hann nám í leiklistar- og kvikmyndafræði við Stokkhólmsháskóla sem hann stundaði til ársins 1975. Þá lauk hann meistaraprófi í sagnfræði árið 2006.
Starfaði Ingólfur meðal annars sem ritstjóri Sunnudagsblaðs Þjóðviljans, HP, Alþýðublaðsins og Vesturbæjarblaðsins. Þá vann hann störf í útvarpi og sjónvarpi auk þess sem hann skrifaði fjölda bóka.