Margir skoðuðu herskipið

Þýska herskipið Berlín.
Þýska herskipið Berlín. mbl.is/Sigurður Bogi

Fjölmargir nýttu tækifærið í dag og skoðuðu þýska herskipið Berlín, en skipið er nú í höfn í Reykjavík. Skipið er í kurteisisheimsókn í Reykjavík ásamt þýsku freigátunum Brandenburg og Rheinland-Pfalz.

Sea King þyrla þýska herskipsins Berlin verður bakvakt fyrir þyrlu Landhelgisgæslunnar dagana 14.-18. apríl. Verið er að klára skoðun á TF-LÍF og var því þýska þyrlan fengin til að vera til aðstoðar TF-GNÁ, ef kemur að útkalli og þörf er á að fljúga út fyrir 20 sjómílurnar. 

Þýska herskipið Berlín er meðal stærstu skipa þýska flotans, 174 metrar að lengd og útbúið færanlegri sjúkra- og bráðadeild (Marine Emergency Rescue Centre (MERC)) sem hægt er að flytja á dekk skipsins eða í land. Með skipunum þremur koma samtals 687 manns. Til samanburðar má nefna að lengd íslensku varðskipanna Ægis og Týs er mest 70 metrar. Þór, sem væntanlegur er til landsins í haust er 94 metrar.

Sea King, þyrla þýska herskipsins, er á vakt um helgina …
Sea King, þyrla þýska herskipsins, er á vakt um helgina hér við land. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka