Óréttlátt að lækka lánshæfi nú

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra svarar spurningum innlendra og erlendra blaðamanna …
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra svarar spurningum innlendra og erlendra blaðamanna um efnahagsmál. mbl.is/Árni Sæberg.

Það fæl­ist mikið órétt­læti í því að lækka láns­hæf­is­mat Íslands núna þegar efna­hags­líf þjóðar­inn­ar er að rétta úr kútn­um. Þetta sagði Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra í sam­tali við frétta­stofu Reu­ters í dag.

Stein­grím­ur er núna stadd­ur á fundi Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins og Alþjóðabank­ans í Washingt­on ásamt Árna Páli Árna­syni efna­hags- og viðskiptaráðherra.

„Ég tel að lækk­un á láns­hæf­is­mati núna væri óheppi­leg og ekki rétt­læt­an­leg,“ sagði Stein­grím­ur í viðtal­inu. „Ef litið er til sterkra und­ir­liggj­andi þátta í efna­hags­lífi Íslands þá erum við að standa okk­ur vel. Efna­hags­lífið er farið að vaxa og við erum kom­in í gegn­um það versta. Okk­ur er að ganga bet­ur og lækk­un á láns­hæfi núna væri ein­kenni­leg.“

Stein­grím­ur lagði áherslu á að Bret­ar og Hol­lend­ing­ar myndu fá fjár­muni sína til baka þar sem Lands­bank­inn ætti mikl­ar eign­ir. „Háar fjár­hæðir verða greidd­ar af bank­an­um, en um þriðjung­ur verður greidd­ur fyr­ir jól og nýj­asta matið ger­ir ráð fyr­ir að bank­inn geti greitt jafn­vel 100%,“ sagði Stein­grím­ur.

Stein­grím­ur sagði í sam­tali við RÚV í dag að hann óttaðist að erfitt yrði að fá mats­fyr­ir­tæk­in til að lækka ekki láns­hæf­is­matið, m.a. vegna þess að þau hefðu verið búin að lýsa því yfir fyr­ir þjóðar­at­kvæðagreiðsluna um Ices­a­ve að lán­hæf­is­mat Íslands yrði lækkað ef þjóðin hafnaði Ices­a­ve-samn­ing­un­um.

Stein­grím­ur átti í dag fund með Geor­ge Os­borne fjár­málaráðherra Bret­lands og lagði þar áherslu á að þrota­bú Lands­bank­ans ætti mikl­ar eign­ir sem notaðar yrðu til að greiða Bret­um og Hol­lend­ing­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert