Ósvífni og hreint ofbeldi

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. mbl.is/Golli

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir vinnubrögð LÍÚ séu ósvífin og raunar sé um hreint ofbeldi að ræða, að reyna að ná fram breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem hafa ekkert með almenna kjarasamninga að gera.

Þetta sagði Jóhanna í samtali við fréttastofu RÚV. Hún sagði það vonbrigði að ekki hefðu tekist kjarasamningar.  Hún sagði að ríkisstjórnin hefði lagt sitt af mörkum til að ná langtíma kjarasamningi. Með því að tengja breytingar á stjórnkerfi fiskveiða og kjarasamninga saman væru vinnuveitendur að hafa verulegar kjarabætur af fólki. Það væri ótrúlegt að lítill hluti af aðildarfélögum SA skuli komast upp með þetta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert