Ósvífni og hreint ofbeldi

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. mbl.is/Golli

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir vinnu­brögð LÍÚ séu ósvíf­in og raun­ar sé um hreint of­beldi að ræða, að reyna að ná fram breyt­ing­um á fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­inu sem hafa ekk­ert með al­menna kjara­samn­inga að gera.

Þetta sagði Jó­hanna í sam­tali við frétta­stofu RÚV. Hún sagði það von­brigði að ekki hefðu tek­ist kjara­samn­ing­ar.  Hún sagði að rík­is­stjórn­in hefði lagt sitt af mörk­um til að ná lang­tíma kjara­samn­ingi. Með því að tengja breyt­ing­ar á stjórn­kerfi fisk­veiða og kjara­samn­inga sam­an væru vinnu­veit­end­ur að hafa veru­leg­ar kjara­bæt­ur af fólki. Það væri ótrú­legt að lít­ill hluti af aðild­ar­fé­lög­um SA skuli kom­ast upp með þetta.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka