Þurfum skýra stjórnarskrá

Nokkrir fulltrúar í stjórnlagaráði ræddu við fulltrúa sem fjölluðu í …
Nokkrir fulltrúar í stjórnlagaráði ræddu við fulltrúa sem fjölluðu í dag um stjórnlög unga fólksins.

Stjórnarskráin á að vera aðgengileg, á einföldu máli og það verður að 
vera hægt að skilja hana. Þetta er meðal þess sem kom fram þegar borðstjórar tóku saman  niðurstöður af sínum borðum á Stjórnlögum unga fólksins sem lauk í  Iðnó í dag.

Fjöldi fólks mætti þegar borðstjórar kynntu helstu niðurstöður af sínu 
borði. Þar á meðal var fjöldi stjórnlagaráðsmanna. Einn af þeim var 
Silja Bára Ómarsdóttir.

Silja sagði þingið hafa komið skemmtilega á óvart. „Þarna kom ýmislegt áhugavert fram, til dæmis að forsetinn eigi að geta vísað málum aftur til þingsins. Þetta sýnir bara hvað unglingarnir eru frjóir og hafa 
margt til málanna að leggja.“

Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, sleit þinginu og 
sagðist í ræðu sinni hrærð eftir daginn. Hún benti á að þetta væru 
tímamót og að hún væri ákaflega stolt. Ég bind vonir við að þetta 
eigi eftir að vekja athygli innanlands og erlendis.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert