Skúli Mogensen, sem fer fyrir nýjum hluthafahópi í MP banka, gagnrýnir harðlega stefnu stjórnvalda í viðtali í Sunnudagsmogganum.
Hann segir stjórnkerfið fast í vítahring innri deilna, sem dyljist engum, það hafi neikvæð áhrif á ákvarðanatöku og trúverðugleika – og festa í stefnumálum verði mjög lítil.
„Það er rótleysið og óvissan, hvort sem er í sjávarútvegi, skattamálum, atvinnumálum eða menntamálum, sem dregur kjarkinn úr þjóðinni.“
Þá er Skúli gagnrýninn á aðild Íslands að ESB. „Ef Ísland gengi í ESB við núverandi kringumstæður, eins og ástandið er þar, þá værum við að margfalda tvo mínusa og útkoman væri ekki plús heldur tvöfaldur hausverkur. Það sama gildir um gjaldmiðilinn, ESB á í miklum vandræðum með evruna og þó að krónan sé síður en svo gallalaus held ég að hún geti reynst okkur ágætlega ef við styrkjum hagstjórnina og eflum innviðina.“