Togarinn Baldvin frá Cuxhaven kom til Dalvíkur í gærkvöld og landaði þar um 200 tonnum af ferskum bolfiski, aðallega þorski. Samherji segir, að löndunin marki ákveðin tímamót því þetta sé í fyrsta sinn í meira en tvo áratugi sem ferskum afla úr skipi frá Evrópusambandslandi sé landað til vinnslu á Íslandi.
Byrjað var að vinna aflann kl. fjögur í nótt í landvinnslu Samherja á Dalvík og fer hluti af afurðunum með flugi á Frakklandsmarkað í nótt. Fiskurinn var veiddur í Barentshafi, úr veiðiheimildum Evrópusambandsins.
Baldvin er í eigu
DFFU, dótturfélags Samherja í Þýskalandi. Samherji segir stefnt að því, að Baldvin landi ferskum afla úr Barentshafi oftar á
næstunni og verði hann allur unninn í landvinnslu Samherja.