Skrýtinn fjármálaráðherra Hollands

Ólafur Ragnar Grímsson á blaðamannafundi á Bessastöðum í síðustu viku.
Ólafur Ragnar Grímsson á blaðamannafundi á Bessastöðum í síðustu viku. mbl.is/Árni Sæberg

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag, að það væri athyglisvert að þegar líða fór á síðustu viku hafi alveg hætt umræða um það erlendis að Bretar og Hollendingar fengju ekkert borgað upp í Icesave-kröfur. Umræðan hafi farið að snúast um vextina.

„Meira að segja þessi skrýtni fjármálaráðherra Hollands, hann hætti að tala um það," sagði Ólafur Ragnar þegar hann var spurður um viðtal, sem hann veitti Bloomberg fréttastofunni í byrjun síðustu viku. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert