Steingrímur bjartsýnni

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Árni Sæberg

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, sagði í frétt­um Útvarps­ins í dag, að hann væri bjart­sýnni en áður á fram­haldið í Ices­a­ve-deil­unni eft­ir fund sem hann átti í Washingt­on í dag með ráðuneyt­is­stjóra hol­lenska fjár­málaráðuneyt­is­ins.

Stein­grím­ur og Árni Páll Árna­son, efna­hags- og viðskiptaráðherra, eru í Washingt­on í tengsl­um við vor­fund Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins.

Stein­grím­ur sagði við Útvarpið að á fund­in­um í dag hafi verið rætt um fram­gang efna­hags­áætl­un­ar Íslands hjá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum og stöðuna í Ices­a­ve-mál­inu. Hann sagði að fund­ur­inn hafi verið gagn­leg­ur.

Þá sagði Árni Páll Árna­son að hann ætti ekki von á að Bret­ar og Hol­lend­ing­ar beiti sér gegn ís­lensku efna­hags­áætl­un­inni inn­an Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins þegar hún komi næst til af­greiðslu inn­an stjórn­ar sjóðsins.  

Þeir Stein­grím­ur og Árni Páll ætluðu einnig að eiga fund með full­trú­um mats­fyr­ir­tæk­is­ins Moo­dy's.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert