Steingrímur bjartsýnni

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Árni Sæberg

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði í fréttum Útvarpsins í dag, að hann væri bjartsýnni en áður á framhaldið í Icesave-deilunni eftir fund sem hann átti í Washington í dag með ráðuneytisstjóra hollenska fjármálaráðuneytisins.

Steingrímur og Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, eru í Washington í tengslum við vorfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Steingrímur sagði við Útvarpið að á fundinum í dag hafi verið rætt um framgang efnahagsáætlunar Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og stöðuna í Icesave-málinu. Hann sagði að fundurinn hafi verið gagnlegur.

Þá sagði Árni Páll Árnason að hann ætti ekki von á að Bretar og Hollendingar beiti sér gegn íslensku efnahagsáætluninni innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þegar hún komi næst til afgreiðslu innan stjórnar sjóðsins.  

Þeir Steingrímur og Árni Páll ætluðu einnig að eiga fund með fulltrúum matsfyrirtækisins Moody's.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert