Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni, að enginn forseti geti leyft sér að taka ákvarðanir út frá því hvort hann telji þær fallnar til vinsælda.
„Ef menn halda það að ég að sækjast eftir sviðljósinu, þá get ég sagt það við þig, að á þessum fimmtíu árum, sem ég hef verið í sviðsljósinu þá er ég fyrir löngu búinn að fá nóg af því,“ sagði Ólafur Ragnar við Sigurjón M. Egilsson, sem stýrir þættinum.
Ólafur Ragnar sagði, að fórnarkostnaður forsetans væri ansi mikill en eins og sæist á því hvernig gamlir stuðningsmenn hans og jafnvel
vinir hefðu snúist gegn honum vegna þeirra ákvarðana, sem hann tók að vísa Icesave-lögum tvívegis í þjóðaratkvæðagreiðslu.