200 króna veggjald

Suðurlandsvegur.
Suðurlandsvegur.

Ögmund­ur Jónas­son inn­an­rík­is­ráðherra hef­ur lagt fram hug­mynd­ir um að veggjald á leiðinni á milli Reykja­vík­ur og Sel­foss verði 200 krón­ur.

Á vef Sunn­lenska frétta­blaðsins seg­ir, að þetta hafi komið fram á fundi ráðherra með sveita­stjórn­ar­mönn­um og full­trú­um Sam­bands sunn­lenskra sveit­ar­fé­laga, SASS, fyr­ir skömmu.

Sunn­lend­ing­ar hafa lagt á það áherslu að eng­in gjald­taka verði vegna ný­fram­kvæmda aust­ur fyr­ir fjall nema að gjald­taka verði einnig sett á aðra sam­bæri­­lega vegi, s.s. Reykja­nes­braut­ina og Vest­ur­lands­veg. 200 krón­urn­ar miða við að slík sam­ræmd gjald­taka fari fram.

Áður hef­ur verið miðað við að fram­kvæmd­in kosti um 20 millj­arða króna og 370 króna veggjald þurfi til að standa und­ir því. Sunn­lenska hef­ur eft­ir Þor­varði Hjalta­syni, fram­kvæmda­stjóra SASS, að Sunn­lend­ing­ar hafi kynnt hug­mynd­ir sem gætu lækkað kostnaðinn í 16,5 millj­arð króna.

Ekki er miðað við að gjald­taka hefj­ist fyrr en eft­ir fimm ár. 

Sunn­lenska.is

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert