Ásmundur hefði átt að leita álits

Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður.
Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður.

Félögum í Vinstri grænum í Borgarbyggð þykir miður að  Ásmundur Einar Daðason lagði ákvörðun sína um að starfa utan flokka ekki fyrir bakland sitt í Norðvesturkjördæmi.

Félagið harmar þessa ákvörðun þingmannsins og telur að kröftum hans sé best varið innan þingflokksins.

„Kjósendur hans treystu á að hann myndi vinna með flokknum,“ segir í yfirlýsingu sem samþykkt var á félagsfundi VG í Borgarbyggð sem haldinn var á Hvanneyri í gær.

Þar segir að þingmenn flokksins þurfi að starfa í samræmi við stefnu hans og vinna saman að framkvæmd stefnu flokksins.  Lýst er yfir fullum stuðningi við ríkisstjórnina


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert