Gagnrýna skopmynd

Merki Framsóknarflokksins.
Merki Framsóknarflokksins.

Framkvæmdastjórn Landssambands framsóknarkvenna lýsir í ályktun lýsir yfir algjörri vanþóknun á skopmyndateikingu, sem  birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 16. apríl síðastliðinn þar sem Siv Friðleifsdóttir, þingkona Framsóknar var teiknuð sem vændiskona.

Segist stjórnin telja teiknarann og Morgunblaðið hafa farið langt yfir velsæmismörk og vegið með afar ósmekklegum hætti að þingkonunni.

Stjórnin fer jafnframt fram á það að ritstjórn Morgunblaðsins sem og teiknarann, Helgi Sigurðsson, biðji þingkonuna tafarlaust og opinberlega afsökunar á alvarlegu athæfi sínu.

„Vændi er grafalvarlegt samfélagslegt vandamál sem eykst í kreppu vegna slæmrar stöðu kvenna og er alls ekkert grín," segir í ályktuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert