Lögreglan í Vestmannaeyjum segir, að 12. apríl sl. hafi einhverjir, sem voru um borð í ferjunni Herjólfi, tekið sig til og hent björgunarhringjum sem eru á dekki skipsins í sjóinn.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar, sem birt er á vef Eyjafrétta. Lögreglan segir að ekki sé vitað hver þarna var að verki en óskað er eftir upplýsingum frá farþegum sem voru í fyrri ferð skipsins frá Þorlákshöfn þennan dag um hvort þeir hafi orðið var við að einhver eða einhverjir væru að eiga við björgunarhringi skipsins.
Lögreglan segir að atvikið sé litið mjög alvarlegum augum enda nauðsynlegt að öryggisbúnaður skipsins sé í sem bestu lagi.