Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda vilja að sjávaraútvegsráðherra auki aflaheimildir strax eftir svonefnt hrygningarstopp um 40 þúsund tonn í þorski og samsvarandi í öðrum fiksitegundum.
Lagt er til í bréfi samtakanna til ráðherra, að aukning aflaheimildanna verði bundin þeim kvöðum, að aflanum verði landað á innlenda fiskmarkaði.
„Telja samtökin að mjög brýnt sé að auka aflaheimildirnar svo fljótt sem verða má þar sem þær eru nú á þrotum og fyrirsjáanlegt að neyðarástand skapist í greininni með tilheyrandi uppsögnum starfsfólks á sama tíma og miðin eru svo full af fiski að erfitt er að dýfa veiðarfæri í sjó án þess að þau yfirfyllist," segir m.a. í bréfinu.