Líst illa á samningstilboð

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. mbl.is

Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, á ekki von á að vel verði tekið í til­boð Starfs­greina­sam­bands­ins um kjara­samn­ing til eins árs.

Hljóðar til­boðið upp á samn­ing til eins árs með 15.000 króna taxta­hækk­un frá 1. mars og al­menna kaup­hækk­un upp á 4,5% svo og hækk­un lág­marks­tekju­trygg­ing­ar í 200.000 krón­ur. 

„Við vilj­um bara reyna að kom­ast  inn á at­vinnu­leiðina. Þessi samn­ing­ur hefði ekki í för með sér að fjár­fest­ing­ar kæm­ust af stað eða minnka at­vinnu­leysi og skapa störf,“ seg­ir Vil­hjálm­ur.

Til­boðinu verði vænt­an­lega svarað þegar fund­ir hefj­ist að nýju eft­ir páska en hann eigi ekki von á að vel verði tekið í það.

Brýnt að ná sátt­um 

Á vef Starfs­greina­sam­bands­ins seg­ir núna meðal ann­ars í kvöld:

„Eins og kunn­ugt er tók Starfs­greina­sam­bandið virk­an þátt í samn­ingaviðræðum ASÍ við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins sem slitnaði upp úr á föstu­dags­kvöld. Flest sér­mál Starfs­greina­sam­bands­ins voru þá í höfn en þó var enn ósamið um nýja nálg­un í ákvæðistengdri ræst­ing­ar­vinnu og um kjör ræst­ing­ar­fólks auk þess sem áhersl­ur um mál­efni fisk­vinnsl­unn­ar voru ókláruð. Brýnt er að ná sátt í þess­um mál­um strax næstu daga, en það er m.a. for­senda fyr­ir því að unnt verði að klára kjara­samn­ing milli Sam­taka at­vinnu­lífs­ins og Starfs­greina­sam­bands­ins.

Þótt viðræður ASÍ og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins hafi farið út um þúfur um skeið, ber okk­ur engu að síður skylda til að reyna samn­inga til þraut­ar. Deilu Starfs­greina­sam­bands­ins við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins var vísað á borð rík­is­sátta­semj­ara í janú­ar, en þær viðræður hafa þó enn ekki verið sagðar ár­angus­laus­ar."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka