Meirihlutinn staldri við

Frá mótttöku undirskrifta mótmælalista foreldra í Reykjavík við Ráðhúsið fyrr …
Frá mótttöku undirskrifta mótmælalista foreldra í Reykjavík við Ráðhúsið fyrr í vetur. mbl.is/Árni Sæberg

SAM­FOK, sam­tök for­eldra­fé­laga í grunn­skól­um borg­ar­inn­ar, krefjast þess að meiri­hlut­inn í borg­ar­stjórn staldri við, end­ur­skoði sam­ein­ingaráform sín og for­gangsraði af al­vöru í þágu barna- og ung­linga, eins og seg­ir í yf­ir­lýs­ingu.

Á borg­ar­stjórn­ar­fundi á morg­un verða til­lög­ur um sam­ein­ing­ar í leik- og grunn­skól­um og sam­ein­ingu leik­skóla­sviðs og mennta­sviðs auk hluta ÍTR tekn­ar til af­greiðslu. Borg­ar­ráð hef­ur sem kunn­ugt er fjallað um og samþykkt þess­ar til­lög­ur.

„SAM­FOK harm­ar að á sama tíma og starfs­fólki þess­ara sviða sé ætlað að vera bak­land fjöl­margra leik- og grunn­skóla í viðkvæmu sam­ein­ing­ar­ferli, sem keyra á í gegn þvert á vilja starfs­fólks og for­eldra,er þeim gert að tak­ast á við upp­sagn­ir, óvissu og mót­un nýs, sam­einaðs sviðs und­ir for­ystu nýs yf­ir­manns. Tíma­setn­ing­in gæti vart verið óheppi­legri og sér­kenni­legt er að á meðan svo harka­lega er vegið að skóla­mál­um í borg­inni hafa ekki verið boðaðar stjórn­kerf­is­breyt­ing­ar á öðrum sviðum," seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá sam­tök­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert