Meirihlutinn staldri við

Frá mótttöku undirskrifta mótmælalista foreldra í Reykjavík við Ráðhúsið fyrr …
Frá mótttöku undirskrifta mótmælalista foreldra í Reykjavík við Ráðhúsið fyrr í vetur. mbl.is/Árni Sæberg

SAMFOK, samtök foreldrafélaga í grunnskólum borgarinnar, krefjast þess að meirihlutinn í borgarstjórn staldri við, endurskoði sameiningaráform sín og forgangsraði af alvöru í þágu barna- og unglinga, eins og segir í yfirlýsingu.

Á borgarstjórnarfundi á morgun verða tillögur um sameiningar í leik- og grunnskólum og sameiningu leikskólasviðs og menntasviðs auk hluta ÍTR teknar til afgreiðslu. Borgarráð hefur sem kunnugt er fjallað um og samþykkt þessar tillögur.

„SAMFOK harmar að á sama tíma og starfsfólki þessara sviða sé ætlað að vera bakland fjölmargra leik- og grunnskóla í viðkvæmu sameiningarferli, sem keyra á í gegn þvert á vilja starfsfólks og foreldra,er þeim gert að takast á við uppsagnir, óvissu og mótun nýs, sameinaðs sviðs undir forystu nýs yfirmanns. Tímasetningin gæti vart verið óheppilegri og sérkennilegt er að á meðan svo harkalega er vegið að skólamálum í borginni hafa ekki verið boðaðar stjórnkerfisbreytingar á öðrum sviðum," segir í yfirlýsingu frá samtökunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert