Mannréttindaráð Reykjavíkur óskar eftir tilnefningum til mannréttindaverðlauna 2011 frá einstaklingum, félagasamtökum eða stofnunum sem á eftirtektarverðan hátt hafa staðið vörð um mannréttindi tiltekinna hópa.
Mannréttindaverðlaunin verða afhent í 4. sinn í Höfða mánudaginn 16. maí en sá dagur er mannréttindadagur borgarinnar. Í fyrra voru það samtökin Blátt Áfram sem hlutu verðlaunin.
Markmiðið með mannréttindadeginum er að vekja athygli á þeim málum sem varða mannréttindi borgarbúa og á mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar.
Síðasti skiladagur tilnefninga er 4. maí. Tilnefningar sendist rafrænt á netfangið mannrettindi@reykjavik.is.