Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að fundir fulltrúa Íslendinga í Washington í gær hafi verið góður og málefnalegur. Árni Páll Árnason, efnahagsráðherra, sagðist í gær ekki telja að Bretar og Hollendingar myndu leggja stein í götu Íslendinga við framgang efnahagsáætlunar Íslands hjá AGS.
Hins vegar kom fram í tíufréttum RÚV í gær, að Frank Weekers, aðstoðarfjármálaráðherra Hollands, hafi sagt við hollenska fjölmiðla að Ísland gæti ekki reitt sig á stuðning Hollands í stjórn AGS.
Steingrímur sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að fulltrúar Íslands hefðu freistað þess að sannfæra Moody's um að fella Ísland ekki í ruslflokk „og í öllu falli ef þeir væru í slíkum hugleiðingum hvort þeir væru ekki tilbúnir að anda rólega og sjá hvernig ynnist úr málum,“ sagði Steingrímur.