Þjóðaratkvæði um kvótann

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra.

Össur Skarp­héðins­son, ut­an­rík­is­ráðherra, sagði í morg­unþætti Bylgj­unn­ar, að hann teldi  tíma­bært að halda þjóðar­at­kvæðagreiðslu um kvóta­kerfið.

„Það er ljóst hvað al­menn­ing­ur í land­inu vill. Hann vill ger­breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og mér sýn­ist út­gerðar­menn vera að setja þetta í þann far­veg að málið verði tæp­lega leyst nema í þjóðar­at­kvæðagreiðslu," sagði Össur.

Össur gagn­rýndi Lands­sam­band ís­lenskra út­vegs­manna harðlega og sagði að það hefði í raun kraf­ist þess, að vald Alþing­is til að breyta lög­um um auðlind­irn­ar yrði tekið af þing­inu og flutt yfir á samn­inga­borð kjara­samn­inga þar sem út­vegs­menn gætu valsað með það.

„Þetta geng­ur ekki upp. Ég segi það nú, að þessi átök, sem hafa verið gríðarleg síðustu daga, hafa þétt rík­is­stjórn­ina og hún er mjög sterk og ein­beitt í þeim ásetn­ingi að hún ætl­ar ekki að gefa al­manna­hags­muni eft­ir fyr­ir sér­hags­muni sæ­greif­anna," sagði Össur.

Hann sagði að búið hefði verið að semja um um­tals­verðar kaup­hækk­an­ir handa  öll­um Íslend­ing­um á vinnu­markaði og LÍÚ hefði sett það upp í loft með óbil­gjörn­um kröf­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert