Fréttaskýring: Búa sig undir næstu lotu

Samningamenn ræða málin. í
Samningamenn ræða málin. í

Þungt hljóð er í verkalýðsforingjum landssambanda og aðildarfélaga ASÍ eftir að kjaraviðræðurnar fóru út um þúfur sl. föstudagskvöld. Fæstir reikna með að þær komist aftur á skrið fyrr en eftir páska. Engir fundir hafa verið boðaðir á milli ASÍ og SA, en „menn eru þó alltaf að tala saman,“ eins og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, orðar það.

Forystumenn í launþegahreyfingunni eru mjög ósáttir við framgöngu SA á föstudagskvöldið og segja að samningar hafi verið svo gott sem í höfn þegar SA fór fram á að viðsemjendur stæðu saman að yfirlýsingu með rökstuðningi fyrir samningunum.

„Það kom okkur verulega á óvart að þeir kæmu með þessa yfirlýsingu og að hún þyrfti að vera inni í skammtímasamningnum,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. „Við höfum oft skammað ríkisstjórnina en sjáum enga ástæðu til að skrifa það inn í haus á samningum. Þetta eru ekki rétt vinnubrögð.“

Áfram er unnið í einstökum málum landssambanda og félaga sem útaf stóðu, að sögn Vilhjálms. „Ef einhverjir hlutir gerast, þá geta þeir gerst hratt,“ segir hann. Forsvarsmenn SA líta ekki svo á að slitnað hafi upp úr viðræðunum. ,,Menn eru svona að draga andann. Á endanum ætlum við að gera samninga. Við viljum fara atvinnuleiðina og erum ekkert að gefast upp við það,“ segir hann.

Meðal mála sem óleyst eru eru kjör ræstingarfólks í viðræðum SA við SGS og Flóafélögin en Vilhjálmur segir að nú verði reynt að klára þau mál.

Umtalsverðar upphæðir í Becromal-samningnum

Verkalýðsfélagið Eining á Akureyri og Becromal skrifuðu undir nýjan kjarasamning sl. föstudag. Innihald þeirra samninga hefur ekki verið opinberað. Vilhjálmur segir um sérstakt mál að ræða, enda nýhafin flókin framleiðslustarfsemi í verksmiðjunni. Lausnin felst í því að taka upp bónuskerfi sem virki en það taki nokkurn tíma að koma því á að fullu og því sé samið um aðfarargreiðslur að því. Hann viðurkennir aðspurður að um umtalsverðar upphæðir sé að ræða á meðan bónuskerfinu verður smám saman komið á.

Starfsgreinasambandið er eina landssambandið sem vísað hefur kjaradeilu við SA til ríkissáttasemjara. Boðað var til sáttafundar í deilunni í gær og þar lagði SGS fram tilboð að kjarasamningi til eins árs með 15.000 kr. taxtahækkun frá 1. mars að telja og almenna kauphækkun upp á 4,5% svo og hækkun lágmarkstekjutryggingar í 200.000 kr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert