Fréttaskýring: Búa sig undir næstu lotu

Samningamenn ræða málin. í
Samningamenn ræða málin. í

Þungt hljóð er í verka­lýðsfor­ingj­um lands­sam­banda og aðild­ar­fé­laga ASÍ eft­ir að kjaraviðræðurn­ar fóru út um þúfur sl. föstu­dags­kvöld. Fæst­ir reikna með að þær kom­ist aft­ur á skrið fyrr en eft­ir páska. Eng­ir fund­ir hafa verið boðaðir á milli ASÍ og SA, en „menn eru þó alltaf að tala sam­an,“ eins og Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, fram­kvæmda­stjóri SA, orðar það.

For­ystu­menn í launþega­hreyf­ing­unni eru mjög ósátt­ir við fram­göngu SA á föstu­dags­kvöldið og segja að samn­ing­ar hafi verið svo gott sem í höfn þegar SA fór fram á að viðsemj­end­ur stæðu sam­an að yf­ir­lýs­ingu með rök­stuðningi fyr­ir samn­ing­un­um.

„Það kom okk­ur veru­lega á óvart að þeir kæmu með þessa yf­ir­lýs­ingu og að hún þyrfti að vera inni í skamm­tíma­samn­ingn­um,“ seg­ir Björn Snæ­björns­son, formaður SGS. „Við höf­um oft skammað rík­is­stjórn­ina en sjá­um enga ástæðu til að skrifa það inn í haus á samn­ing­um. Þetta eru ekki rétt vinnu­brögð.“

Áfram er unnið í ein­stök­um mál­um lands­sam­banda og fé­laga sem útaf stóðu, að sögn Vil­hjálms. „Ef ein­hverj­ir hlut­ir ger­ast, þá geta þeir gerst hratt,“ seg­ir hann. For­svars­menn SA líta ekki svo á að slitnað hafi upp úr viðræðunum. ,,Menn eru svona að draga and­ann. Á end­an­um ætl­um við að gera samn­inga. Við vilj­um fara at­vinnu­leiðina og erum ekk­ert að gef­ast upp við það,“ seg­ir hann.

Meðal mála sem óleyst eru eru kjör ræst­ing­ar­fólks í viðræðum SA við SGS og Flóa­fé­lög­in en Vil­hjálm­ur seg­ir að nú verði reynt að klára þau mál.

Um­tals­verðar upp­hæðir í Becrom­al-samn­ingn­um

Starfs­greina­sam­bandið er eina lands­sam­bandið sem vísað hef­ur kjara­deilu við SA til rík­is­sátta­semj­ara. Boðað var til sátta­fund­ar í deil­unni í gær og þar lagði SGS fram til­boð að kjara­samn­ingi til eins árs með 15.000 kr. taxta­hækk­un frá 1. mars að telja og al­menna kaup­hækk­un upp á 4,5% svo og hækk­un lág­marks­tekju­trygg­ing­ar í 200.000 kr.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert