Ekki díoxín í fé í Eyjum

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mbl.is/GSH

Vestmannaeyjabær segir, að mæling Umhverfisstofnunar bendi til þess að all nokkur árangur hafi náðst í að hefta útblástur þeirra mengandi efna sem getið er um í starfsleyfi stofnunarinnar.

Af þeim viðmiðunum sem getið sé um í starfsleyfi stöðvarinnar sé einungis ryk yfir mörkum.

Í viðbót við þau viðmið sem gefin eru í starfsleyfi Sorporkustöðvarinnar var mælt brennisteinsdíoxíð, vetnisflúoríð, nituroxíð og díoxín. Í  tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ segir, að í öllum tilvikum séu mælingar innan viðmiða ef undan sé skilin mæling á díoxíni sem enn sé hátt yfir viðmiðum.

Sýni sem Matvælastofnun tók úr búfé á Heimaey reyndist hinsvegar ekki vera með díoxínmengun miðað við gildi sem fengust í mælingum á kjöti sem fóru fram víðs vegar um landið árin 2003 og 2004.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert