Ekki díoxín í fé í Eyjum

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mbl.is/GSH

Vest­manna­eyja­bær seg­ir, að mæl­ing Um­hverf­is­stofn­un­ar bendi til þess að all nokk­ur ár­ang­ur hafi náðst í að hefta út­blást­ur þeirra meng­andi efna sem getið er um í starfs­leyfi stofn­un­ar­inn­ar.

Af þeim viðmiðunum sem getið sé um í starfs­leyfi stöðvar­inn­ar sé ein­ung­is ryk yfir mörk­um.

Í viðbót við þau viðmið sem gef­in eru í starfs­leyfi Sorporku­stöðvar­inn­ar var mælt brenni­steins­díoxíð, vetn­is­flú­oríð, nituroxíð og díoxín. Í  til­kynn­ingu frá Vest­manna­eyja­bæ seg­ir, að í öll­um til­vik­um séu mæl­ing­ar inn­an viðmiða ef und­an sé skil­in mæl­ing á díoxíni sem enn sé hátt yfir viðmiðum.

Sýni sem Mat­væla­stofn­un tók úr búfé á Heima­ey reynd­ist hins­veg­ar ekki vera með díoxí­n­meng­un miðað við gildi sem feng­ust í mæl­ing­um á kjöti sem fóru fram víðs veg­ar um landið árin 2003 og 2004.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert