Fá aukalega ein mánaðarlaun

Bakaðar voru vöfflur í húsi ríkissáttasemjara í tilefni af samningum …
Bakaðar voru vöfflur í húsi ríkissáttasemjara í tilefni af samningum Verkalýðsfélags Akraness og Samtaka atvinnulífsins í dag. mbl.is/Kristinn

Kjarasamningur sem Verkalýðsfélag Akraness gerði við Samtök atvinnulífsins vegna starfsmanna Elkem á Norðuráli felur í sér u.þ.b. 9,5% launahækkun á þessu ári, 3,3% hækkun á næsta ári og 3% hækkun á árinu 2012. Þá mun fyrirtækið greiða aukalega ein mánaðarlaun til starfsmanna vegna góðrar afkomu.

„Þetta er kjarasamningurinn til þriggja ára. Starfsmaður sem er búinn að starfa í nokkur ár hjá Elkem er að hækka um 35 þúsund krónur á mánuði. Því til viðbótar hefur fyrirtækið tilkynnt mér að vegna góðrar afkomu fyrirtækisins muni það greiða sem nemur ígildi einnra mánaðarlauna við næstu launaútborgun. Þetta þýðir að starfsmaður sem hefur starfað hjá Elkem í 10 ár fær í eingreiðslu vegna afturvirkni samningsins, af því að hann gildir fra 1. janúar sl, um 500 þúsund krónur aukalega. Síðan hækkar hann um 35 þúsund krónur á mánuði,“sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Ákvæði um þessa eingreiðslu er ekki hluti af kjarasamningnum sem undirritaður var í dag.

Vilhjálmur sagði að samningurinn yrði kynntur fyrir starfsmönnum Elkem á morgun og greidd yrðu atkvæði á fundinum. „Ég get ekki annað en verið ánægður með þessa niðurstöðu, sérstaklega í ljósi þess að fyrirtækið er að láta starfsmenn njóta ávinnings af góðri afkomu.“

Vilhjálmur sagðist reikna með að þessi samningur yrðu fordæmisgefandi í viðræðum við Norðurál. Afkoma Norðuráls væri mjög góð þar sem álverð væri núna í 2600-2700 dollurum. Hann sagðist því vonast eftir að fyrirtækið myndi einnig greiða starfsmönnum sínum aukalega vegna góðrar afkomu.

Félagið á einnig eftir að semja við Klafa, sem er félag sem sér um útflutning, en félagið er í eigu Elkem og Norðuráls. Fundur er boðaður í deilunni eftir páska. Vilhjálmur sagði að hann vonaðist til að þar yrði einnig byggt á samningnum við Elkem.

Gengið var frá kjarasamningnum hjá sáttasemjara fyrir hádegið.
Gengið var frá kjarasamningnum hjá sáttasemjara fyrir hádegið. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert