Fagna fjármögnunarleigudómi

Vinnuvélar verktaka hafa í mörgum tilvikum verið á kaupleigu hjá …
Vinnuvélar verktaka hafa í mörgum tilvikum verið á kaupleigu hjá fjármögnunarfyrirtækjum. mbl.is/Rax

Sam­tök iðnaðar­ins fagna niður­stöðu Héraðsdóms Reykja­vík­ur í dag, um að fjár­mögn­un­ar­leigu­samn­ing­ar væru ólög­leg er­lend lán. Niðurstaðan sé gríðarlega mik­il­væg fyr­ir fjöl­mörg fyr­ir­tæki sem fjár­mögnuðu tæki og tól með þess­um samn­ing­um. Eig­in­fjárstaða margra muni batna og rekst­ur­inn verði létt­ari.

Sam­tök iðnaðar­ins segja á vef sín­um að dóm­ur­inn sé í sam­ræmi við hæsta­rétt­ar­dóm um kaup­leigu­samn­inga sem féll í fyrra­sum­ar. Eins og fram hef­ur komið á mbl.is í dag hef­ur Íslands­banki ákveðið að áfrýja niður­stöðu héraðsdóms til Hæsta­rétt­ar. Er von­ast til að niðurstaða liggi þar fyrri í byrj­un sum­ars.

„Í dómn­um seg­ir meðal ann­ars að ekki verði séð að sókn­araðili (fjár­mögn­un­ar­leig­an) hafi komið að kaup­um á vél­inni sem lánað var fyr­ir að öðru leyti en því að hann hafi verið skráður kaup­andi til trygg­ing­ar á efnd­um á láns­samn­ingi. Varn­araðili (verktak­inn – not­and­inn) fór hins veg­ar sam­kvæmt fram­an­sögðu með öll rétt­indi og skyld­ur kaup­anda og átti all­ar kröf­ur á hend­ur selj­anda vegna hugs­an­legra vanefnda.

Af gögn­um máls­ins má ráða að um­samið leigu­verð hafi verið ákv­arðað út frá kostnaði sókn­araðila við fjár­mögn­un kaup­anna, en ekki raun­veru­legu verðmæti vél­ar­inn­ar. Greiðslur varn­araðila til sókn­araðila tóku mið af því að end­ur­greiða upp­runa­leg­an höfuðstól, þ.e. kaup­verð vél­ar­inn­ar, að viðbætt­um vöxt­um og vaxta­álagi," seg­ir á vef SI.

Svo virðist sem meðferð kaup­leigu- og fjár­mögn­un­ar­leigu­samn­inga sem sókn­araðili gerði hafi efn­is­lega verið eins. Um samn­ing­ana hafi að stofni til gilt sömu skil­mál­ar, eða al­menn­ir samn­ings­skil­mál­ar sókn­araðila. Einnig sé litið til þess að sókn­araðili færði ekki um­rædda vél sem eign í bók­haldi sínu held­ur færði hann kröf­una sam­kvæmt samn­ingi aðila til eign­ar og voru tekj­ur af samn­ing­um vegna fjár­mögn­un­ar­leigu færðar sem vaxta­tekj­ur en ekki leigu­tekj­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert