Fjármögnunarleigusamningur ólöglegur

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Þorkell

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur komst í dag að þeirri niður­stöðu að fjár­mögn­un­ar­leigu­samn­ing­ur sem Íslands­banki hafði gert við fyr­ir­tæki væri ólög­leg­ur. Gera má ráð fyr­ir að dómn­um verði áfrýjað til Hæsta­rétt­ar.

Í dómn­um seg­ir að ekki verði séð að fjár­mögn­un­ar­leig­an hafi komið að kaup­um á vél­inni sem lánað var fyr­ir að öðru leyti en því að hann hafi verið skráður kaup­andi til trygg­ing­ar á efnd­um á láns­samn­ingi.

Dóm­ar­inn taldi að bank­inn hafi í raun veitt fyr­ir­tæk­inu lán til kaupa á vél þeirri sem samn­ing­ur aðila tók til og hafi samn­ing­ur­inn því ekki verið raun­veru­leg­ur leigu­samn­ing­ur held­ur láns­samn­ing­ur „sem sókn­araðili kaus í orði kveðnu að klæða í bún­ing leigu­samn­ings,“ eins og seg­ir í dómn­um. Dóm­ar­inn bend­ir á að bank­inn færði ekki um­rædda vél sem eign í bók­haldi sínu held­ur færði hann kröf­una sam­kvæmt samn­ingi aðila til eign­ar og voru tekj­ur af samn­ing­um vegna fjár­mögn­un­ar­leigu færðar sem vaxta­tekj­ur en ekki leigu­tekj­ur.

Dóm­ar­inn bend­ir á að með setn­ingu laga um vexti og verðtrygg­ingu frá ár­inu 2001 hafi heim­ild­ir til að binda skuld­bind­ing­ar í ís­lensk­um krón­um við gengi er­lendra gjald­miðla verið felld­ar niður. Bank­inn hafi í mála­til­búnaði sín­um haldið því fram að sú niðurstaða sé í and­stöðu við skuld­bind­ing­ar ís­lenska rík­is­ins sam­kvæmt EES-samn­ingn­um um frelsi til fjár­magns­flutn­inga, en dóm­ar­inn hafn­ar þessu og tel­ur þetta alls ófull­nægj­andi rök.

„Þessi niðurstaða er gríðarlega mik­il­væg fyr­ir þau fjöl­mörgu fyr­ir­tæki sem fjár­mögnuðu tæki og tól með þess­um samn­ing­um. Eig­in­fjárstaða margra mun batna og rekst­ur­inn verður létt­ari. Sam­tök iðnaðar­ins fagna dómn­um en sam­tök­in lögðu fram lög­fræðiaðstoð við und­ir­bún­ing máls­ins,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu Sam­taka iðnaðar­ins um dóm­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert