„Ég er ekki alveg að ná þessari íhaldsgrýlu þeirra sem staðsetja sig á vinstrivæng stjórnmálanna. Íhaldsgrýlan er notuð til að réttlæta tilvist vinstristjórnar sem heldur sig við efnahagsstefnu íhaldsins og fær mikið hrós fyrir frá AGS [Alþjóðagjaldeyrissjóðnum],“ segir Lilja Mósesdóttir, alþingismaður, á Facebook-síðu sinni í dag.
Hún segir að í sínum huga skipti innihaldið meira máli en umbúðirnar. Sjálf hafi hún farið út í stjórnmál til þess að „ná fram grundvallabreytingum á íslensku samfélagi.“
Lilja sagði sem kunnugt er skilið við þingflokk Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fyrr á þessu ári.