Gátu ekki losnað við ölvaðan gest

Lögreglan á Selfossi var kölluð að heimili á Eyrarbakka um eitt leytið í nótt vegna ofurölvi manns, sem var þar gestkomandi.

Gesturinn, sem var karlmaður, var heimilisfólki til töluverðs ama og var farinn að láta nokkuð dólgslega. Fólkið vildi fara að komast í ró, en börn voru á heimilinu.

Húsráðandi hafði reynt ýmsar leiðir til að koma gestinum út af heimilinu, en án árangurs, og því var liðsinnis lögreglu leitað.

Er lögregla kom á staðinn gat maðurinn vart gert grein fyrir sjálfum sér og eigin högum og því varð úr að hann gisti fangageymslur í nótt.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert