Getur haft varanleg áhrif

Samningamenn Verkalýðsfélags Akraness í húsi ríkissáttasemjara í morgun.
Samningamenn Verkalýðsfélags Akraness í húsi ríkissáttasemjara í morgun. mbl.is/Kristinn

ASÍ segir að framganga Samtaka atvinnulífsins sl. föstudag þegar slitnaði upp úr kjaraviðræðum geti „haft veruleg áhrif til framtíðar varðandi samskipti og traust milli aðila.“

Þetta kemur fram í pistli á heimasíðu ASÍ, en pistillinn ber yfirskriftina „Ósvífni SA“. Það segir að SA átti að vera ljóst í febrúar að ASÍ myndi ekki líða að kröfum LÍÚ í sjávarútvegsmálum yrði með beinum hætti fléttað inn í kjarasamningagerðina. Þessu hafnaði ASÍ reyndar strax í janúar og sleit viðræðum tímabundið vegna fyrirætlana SA og miðstjórn ASÍ ályktaði um málið 9. febrúar. 

„Forsenda þess að samningaviðræður voru aftur teknar upp um miðjan febrúar var einmitt að sjávarútvegsmálunum yrði ekki blandað inn í samningagerðina og að SA lofaði þá skammtímasamningi í það minnsta, óháð stöðunni í sjávarútvegsmálum, næðist ekki lengri samningur. Það er því enginn vafi í huga samningamanna aðildarsamtaka ASÍ að með framgöngu sinni á föstudagskvöld var SA að svíkja gefin loforð. Þessi framganga SA getur haft veruleg áhrif til framtíðar varðandi samskipti og traust milli aðila.

Í ljósi framanritaðs var það sérstök ósvífni þegar SA birti á vef sínum á aðfaranótt laugardags frétt undir fyrirsögninni: „ASÍ hafnar 100 þúsund krónum til launþega“. Lengra verður tæpast gengið í ósvífninni,“ segir í frétt ASÍ.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert