Getur haft varanleg áhrif

Samningamenn Verkalýðsfélags Akraness í húsi ríkissáttasemjara í morgun.
Samningamenn Verkalýðsfélags Akraness í húsi ríkissáttasemjara í morgun. mbl.is/Kristinn

ASÍ seg­ir að fram­ganga Sam­taka at­vinnu­lífs­ins sl. föstu­dag þegar slitnaði upp úr kjaraviðræðum geti „haft veru­leg áhrif til framtíðar varðandi sam­skipti og traust milli aðila.“

Þetta kem­ur fram í pistli á heimasíðu ASÍ, en pist­ill­inn ber yf­ir­skrift­ina „Ósvífni SA“. Það seg­ir að SA átti að vera ljóst í fe­brú­ar að ASÍ myndi ekki líða að kröf­um LÍÚ í sjáv­ar­út­vegs­mál­um yrði með bein­um hætti fléttað inn í kjara­samn­inga­gerðina. Þessu hafnaði ASÍ reynd­ar strax í janú­ar og sleit viðræðum tíma­bundið vegna fyr­ir­ætl­ana SA og miðstjórn ASÍ ályktaði um málið 9. fe­brú­ar. 

„For­senda þess að samn­ingaviðræður voru aft­ur tekn­ar upp um miðjan fe­brú­ar var ein­mitt að sjáv­ar­út­vegs­mál­un­um yrði ekki blandað inn í samn­inga­gerðina og að SA lofaði þá skamm­tíma­samn­ingi í það minnsta, óháð stöðunni í sjáv­ar­út­vegs­mál­um, næðist ekki lengri samn­ing­ur. Það er því eng­inn vafi í huga samn­inga­manna aðild­ar­sam­taka ASÍ að með fram­göngu sinni á föstu­dags­kvöld var SA að svíkja gef­in lof­orð. Þessi fram­ganga SA get­ur haft veru­leg áhrif til framtíðar varðandi sam­skipti og traust milli aðila.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert