Grunur um samráð á markaði

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Rannsóknin beinist að grun um samráði á markaði, sem er bannað í samkeppnislögum,“ sagði Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, um húsleitir sem stofnunin gerði hjá Ölgerðinni og Vífilfelli í dag.

Páll Gunnar vildi ekkert tjá sig um hvers vegna rannsóknin hefði hafist. „Við fylgjumst með mörkuðum og tökum við bæði við ábendingum og kvörtunum. Við tökum síðan afstöðu til þess hvaða ráðstafana þarf að grípa til.“

Páll Gunnar sagði að rannsókn á þessu máli væri rétt að hefjast og húsleitirnar hefðu verið hluti af gagnaöflun stofnunarinnar.

Ekki eru liðnar nema nokkrar vikur síðan Samkeppniseftirlitið lagði 260 milljóna króna stjórnvaldssekt á Vífilfell vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum. Páll Gunnar sagði að þessi rannsókn væri alls ótengd því máli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert