Samkvæmt upplýsingum frá Siglingastofnun er kostnaður vegna dýpkunar Landeyjahafnar nokkurn veginn á því róli sem gert hafði verið ráð fyrir á þessu ári þrátt fyrir þá erfiðleika sem glímt hefur verið við í þeim efnum frá því síðastliðið sumar.
Ástæða þess mun vera sú að gerðar voru vel rúmar kostnaðaráætlanir vegna dýpkunar hafnarinnar áður en hún var tekin í notkun.