Húmorsleysi og neikvæðni

Frá fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag.
Frá fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag. mbl.is/Sigurgeir

Jón Gn­arr, borg­ar­stjóri, sagði á fundi borg­ar­stjórn­ar í dag, að hann hefði unnið á mörg­um vinnu­stöðum, þar á meðal á geðdeild, og aldrei hefði hann kynnst eins erfiðum sam­skipt­um og í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur.

Sagði Jón, að mjög erfitt væri að vekja máls á þess­um sam­skipt­um án þess að styggja ein­hvern eða særa. Hann sagðist hins veg­ar biðja um að borg­ar­full­trú­ar  reyndu að bæta sam­skipti þeirra á milli. Það væri til dæm­is frek­ar nei­kvætt, að koma ít­rekað fram og tala um hvað hann og Besti flokk­ur­inn og all­ir í meiri­hlut­an­um væru glötuð og mis­heppnuð.

Jón sagðist ekk­ert hafa hug­mynda­fræðilega á móti stjórn­mála­flokk­um, hvorki Sjálf­stæðis­flokkn­um né Vinstri græn­um. Hann sagðist hins veg­ar gera Sjálf­stæðis­flokk­inn að umræðuefni vegna þess að hann væri mjög kraft­mik­ill og sterk­ur flokk­ur en þar hefði átt sér stað mis­beit­ing á valdi. Og margt í umræðunni hefði verið sett fram til að af­vega­leiða hana. 

„Ég bið allt gott fólk í Sjálf­stæðis­flokkn­um að leggja sitt að mörk­um til að stoppa þessa nei­kvæðni og vit­leysu vegna þess að við töp­um öll á þessu," sagði Jón.

Borg­ar­stjóri sagði, að Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins, hefði í ræðu sinni í dag gert að um­tals­efni frest­un á skoðana­könn­un meðal starfs­fólks Reykja­vík­ur­borg­ar.

„Mér finnst þetta ekk­ert háal­var­legt mál sem þarf að taka fyr­ir í borg­ar­stjórn," sagði Jón og spurði hvort gjald­skrár­hækk­an­ir Orku­veitu Reykja­vík­ur væru ekki miklu al­var­legra mál.

Vísaði hann í viðtal, sem Viðskipta­blaðið birti við Hjör­leif Kvar­an, fyrr­ver­andi for­stjóra Orku­veit­unn­ar, sem sagði, að hann og fjár­mála­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins hefðu ít­rekað greint stjórn OR frá því að það þyrfti að hækka gjald­skrána mikið.

„Þetta er eitt­hvað sem skipt­ir máli en ekki hvort starfs­manna­könn­un sé frestað um þrjá eða fjóra mánuði," sagði Jón og bætti við, að slæm staða Orku­veit­unn­ar, 200 millj­arða skuld­ir, væri að hluta ástæðan fyr­ir því að borg­ar­stjórn stæði í þeim spor­um að þurfa að skera niður.

Jón sagði að vegna umræðu um að kon­um verði sagt upp hjá Reykja­vík­ur­borg, þá væri ekki skemmti­legt að standa fyr­ir upp­sögn­um, hvorki á á kon­um né körl­um. Sagði Jón að 70% starfs­manna Reykja­vík­ur væru kon­ur og 90% starfs­manna leik­skóla væru kon­ur og því væri erfitt að sneiða fram hjá kon­um við upp­sagn­ir. Einnig tók hann fram að öll­um yrðu boðin önn­ur störf hjá borg­inni.

Há­grát­andi þýsk­ir her­for­ingj­ar

Jón sagði, að í borg­ar­stjórn ætti að skjóta niður alla gleði og húm­or. Hann sagðist hafa komið á fund hjá kaup­mönn­um ný­lega til að tala í þá kjark og auka þeim bjart­sýni fyr­ir sum­arið og nefnt sem dæmi, að sniðugt væri að búa til helli Grýlu í Hús­dýrag­arðinum og fá feit­asta kött í Reykja­vík til að vera þar yfir jól­in.

„Það var tekið fyr­ir í borg­ar­stjórn og mér var ráðlagt að hugsa ekki um svona hluti," sagði Jón.

Þá sagði hann, að ætla mætti, að ein­hverstaðar væru há­grát­andi þýsk­ir hers­höfðingj­ar, sem langaði svo að hitta sig og væru niður­brotn­ir vegna þess að hann vildi ekki hitta þá.

Hann sagði að þessi her­skip hefðu í viss­um fjöl­miðlum verið kölluð varðskip, en hann vissi vel að þýski sjó­her­inn hefði tekið þátt í inn­rás­inni í Írak og það hefði verið tekið fyr­ir í þýska þing­inu.

Stór­merki­legt væri hvað heyrðist lítið um þessi mál frá Vinstri græn­um og þeir sæju ekki ástæðu til að taka þessi mál fyr­ir í borg­ar­stjórn­inni. „Eru Vinstri græn­ir kannski horfn­ir frá friðar­stefnu sinni eft­ir inn­rás­ina í Líb­íu?" spurði Jón. 

Hon­um fer fram, strákn­um

„Hon­um fer fram, strákn­um," sagði Sól­ey Tóm­as­dótt­ir, borg­ar­full­trúi VG og upp­skar ávít­ur fund­ar­stjóra. „Meira að segja bú­inn að læra smjörklíp­ur."

Sagði Sól­ey að VG hefðu ekki fallið frá friðar­stefnu sinni og hún hefði ekki gagn­rýnt borg­ar­stjóra fyr­ir her­skipa­málið. „Mér fannst það bara gott hjá hon­um," sagði Sól­ey.

Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir sagði, að Jón hefði af­hjúpað al­gert þekk­ing­ar­leysi sitt með því að lesa upp úr viðtali úr Viðskipta­blaðinu. Staðreynd­in væri sú, að um mitt síðasta kjör­tíma­bil hefði verið samþykkt sam­hljóða í borg­ar­stjórn aðgerðaáætl­un þar sem all­ar gjald­skrár voru fryst­ar. Hefði for­stjóri Orku­veit­unn­ar átt að hagræða fyr­ir sömu upp­hæð. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert