Leið Íslands

Banda­ríska blaðið New York Times fjall­ar um Ísland í leiðara í dag og seg­ir, að sú leið lands­ins að ábyrgj­ast ekki skuld­ir banka­kerf­is­ins og neyða er­lenda kröfu­hafa til að taka á sig tap virðist æ skyn­sam­legri enda sé efna­hag­ur lands­ins að ná sér á strik á ný.

Seg­ir blaðið, að Evr­ópu­sam­bandið og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn gætu lært af Íslandi. Björg­un­araðgerðum vegna Grikk­lands og Írlands hafi verið ætlað að tryggja hags­muni kröfu­hafa en nú þegar verið sé að semja um björg­un­araðgerðir vegna Portú­gals ættu þess­ir aðilar að gera sér grein fyr­ir því að skatt­greiðend­ur geti ekki axlað all­an þann kostnað, sem mis­gjörðir bank­anna hafa haft í för með sér. 

„Það var ekki ásetn­ing­ur ís­lensku rík­is­stjórn­ar­inn­ar að vera skyn­sam­ari eða áræðnari en aðrar. Hún hafði ekki efni á að bjarga bönk­un­um og lét þá því falla," seg­ir blaðið. Inn­lend­ar inni­stæður og lán hafi verið flutt í nýja banka auk jafn­v­irði um 2 millj­arða dala frá skatt­greiðend­um. Er­lend­ar eign­ir og skuld­ir bank­anna hefðu verið skild­ar eft­ir. Sum­ir er­lend­ir kröfu­haf­ar geti ekki gert ráð fyr­ir að fá meira en 27 sent af hverri evru til baka. 

New York Times rek­ur síðan þróun ís­lenskra efna­hags­mála frá hruni og seg­ir að nú stefni í mála­ferli fyr­ir EFTA-dóm­stóln­um að kröfu Breta og Hol­lend­inga.

Samt sé efna­hag­ur Íslands að batna, út­lit sé fyr­ir 2,5% hag­vöxt á ár­inu og skulda­trygg­inga­álag á ís­lenska ríkið sé lægra en hjá Írlandi, Grikklandi og Portúgal. 

Leiðari New York Times

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert