Rafmagn fór af vegna slyss

Frá vettvangi óhappsins í Mývatnssveit í dag, sem varð til …
Frá vettvangi óhappsins í Mývatnssveit í dag, sem varð til þess að rafmagnslaust var í sveitinni í þrjá tíma. mbl.is/Birkir Fanndal

Rafmagnslaust varð í Mývatnssveit á sjötta tímanum síðdegis í dag þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni. Ók hann á og braut raflínustaur sem þó stendur eina tíu metra frá þjóðveginum.

Ekki munu hafa orðið slys á fólki en bíllinn er töluvert skemmdur, að sögn fréttaritara Morgunblaðsins í Mývatnssveit. Starfsmenn Rarik brugðu skjótt við, styttu staurinn og komu rafmagni á aftur innan þriggja klukkustunda.

Á svæðinu sem missti rafmagn um kl 17:45 eru minnst þrjú hótel og ekki færri en sex matsölustaðir í rekstri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert