Tillögur um sameiningu samþykktar

Frá fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag.
Frá fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag. mbl.is/Sigurgeir

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti laust fyrir klukkan 23 í kvöld tillögur borgarstjóra um sameiningar leik- og grunnskóla í borginni og um sameiningu yfirstjórnar menntasviðs, leikskólasviðs og frístundamála.

Tillögurnar voru samþykktar með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Besta flokksins og Samfylkingarinnar gegn 6 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Þá höfðu umræður um tillöguna staðið yfir í hátt á níunda tíma. 

Samkvæmt tillögunni verða 24 leikskólar sameinaðir í 11 þann 1. júlí í sumar. Þá mun sameining tiltekinna grunnskóla í borginni taka gildi um áramótin.

Fundargerð borgarráðs með tillögum borgarstjóra

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert