Skora á Ásmund Einar að segja af sér

Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður.
Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður.

Vinstrihreyfingin - grænt framboð á Akranesi skorar á Ásmund  Einar Daðason alþingismann „að segja nú þegar af sér sem  þingmaður þar sem hann hefur fyrirgert trausti þeirra sem kusu lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs við síðustu þingkosningar.“

Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu á Akranesi. Ásmundur Einar sagði sig úr þingflokki VG í síðustu viku og greiddi atkvæði með vantrausttillögu á ríkisstjórnina.

Fundurinn á Akranesi samþykkti að fela stjórn félagsins að boða sem fyrst til fundar með öllum þingmönnum í kjördæminu til að fara yfir þá stöðu sem nú er komin upp.

Í ályktun félagsins segir að það harmi „þá afstöðu sem þrír þingmenn flokksins hafa tekið með því að greiða atkvæði með vantrauststillögu Sjálfstæðisflokksins á ríkistjórn sem Vinstrihreyfingin - grænt framboð á aðild að,  jafnframt því að segja sig úr þingflokki VG og stilla sér upp sem andstæðingum stjórnarinnar með þeim stjórnmálaflokkunum sem bera höfuðábyrgð á hruninu, það er Sjálfstæðis- og Framsóknarflokknum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka