Skora á Ásmund Einar að segja af sér

Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður.
Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður.

Vinstri­hreyf­ing­in - grænt fram­boð á Akra­nesi skor­ar á Ásmund  Ein­ar Daðason alþing­is­mann „að segja nú þegar af sér sem  þingmaður þar sem hann hef­ur fyr­ir­gert trausti þeirra sem kusu lista Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs við síðustu þing­kosn­ing­ar.“

Þetta kem­ur fram í álykt­un frá fé­lag­inu á Akra­nesi. Ásmund­ur Ein­ar sagði sig úr þing­flokki VG í síðustu viku og greiddi at­kvæði með van­traust­til­lögu á rík­is­stjórn­ina.

Fund­ur­inn á Akra­nesi samþykkti að fela stjórn fé­lags­ins að boða sem fyrst til fund­ar með öll­um þing­mönn­um í kjör­dæm­inu til að fara yfir þá stöðu sem nú er kom­in upp.

Í álykt­un fé­lags­ins seg­ir að það harmi „þá af­stöðu sem þrír þing­menn flokks­ins hafa tekið með því að greiða at­kvæði með van­traust­stil­lögu Sjálf­stæðis­flokks­ins á rík­i­s­tjórn sem Vinstri­hreyf­ing­in - grænt fram­boð á aðild að,  jafn­framt því að segja sig úr þing­flokki VG og stilla sér upp sem and­stæðing­um stjórn­ar­inn­ar með þeim stjórn­mála­flokk­un­um sem bera höfuðábyrgð á hrun­inu, það er Sjálf­stæðis- og Fram­sókn­ar­flokkn­um.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert