Skortur á jafnréttishugsun

Kvennahreyfing Samfylkingarinnar segist í ályktun lýsa vanþóknun sinni á ítrekuðum tilraunum hagsmunaaðila sjávarútvegsins til þess að hlutgera og lítillækka konur sem taka þátt í stjórnmálum.

Segist Kvennahreyfingin telja tilraunirnar siðlausar og bera vott um skort á jafnréttishugsun.

„Kvennahreyfingin mun hér eftir sem hingað til standa að baki þeim stjórnmálakonum sem takast á við það mikilvæga verkefni að breyta hvoru tveggja, fiskveiðistjórninni og íslensku stjórnarskránni, þannig að aldrei leiki vafi á því að auðlindir þjóðarinnar séu í eigu hennar og að þjóðin öðlist sanngjarna hlutdeild í nýtingu þeirra."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert