Skynsamleg og nauðsynleg leið

Jón Gnarr, borgarstjóri.
Jón Gnarr, borgarstjóri. mbl.is/Sigurgeir

Jón Gnarr, borgarstjóri, sagði á borgarstjórnarfundi þegar hann mælti fyrir tillögum um sameiningu skóla og frístundaheimila í Reykjavík, að um væri að ræða  skynsamlega og jafnframt nauðsynlega leið í skólamálum borgarinnar.

Sagði Jón, að tillögurnar miðuðu að því, að sníða skólakerfi borgarinnar stakk eftir vexti, nýta betur það sem er til staðar og tryggja einnig góða þjónustu við börn og unglinga í Reykavík.

Jón sagði, að almennur skilningur væri á því, spara þurfi í útgjöldum borgarinnar.  Fólki hafi hins vegar fundist að farið sé of hratt fram og kvartað hafi verið yfir því að ekki sé haft nógu mikið samráð. Með þeim breytingum, sem nú hafi verið gerðar á upphaflegum tillögum, telji meirihlutinn í borgarstjórn sig vera að koma til móts við gagnrýni fólks. 

Sagði Jón að með tillögunum væri hægt að spara um 300 milljarða króna á næsta ári og um milljarð á næstu þremur árum. 

Þá sagði Jón, að haldið yrði áfram að skoða hagræðingu og samþættingu á fleiri sviðum og til stæði, að skoða möguleika á sameiningu og hagræðingu á svonefndum hörðum sviðum.

„Við þurfum að spara og nota betur það sem við eigum," sagði Jón og bætti við að grípa hefði þurft til margra sársaukafullra aðgerða. „Reykjavík er að fara í gegnum eitt mesta erfiðleikatímabil sögu sinnar," sagði hann og vísaði til þess að við væri að etja afleiðingar efnahagshrunsins og staða Orkuveitu Reykjavíkur væri eins og hún er.

Sagði Jón að verið væri að undirbúa rannsókn á starfsemi Orkuveitunnar sem yrði unnin með svipuðum hætti og skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis var unnin.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert