Undrandi á forseta Íslands

Úr þætti TV2.
Úr þætti TV2.

Þeir Uffe Ell­em­an-Jen­sen, og Mo­gens Lykk­et­oft,  báðir fyrr­ver­andi ráðherr­ar í Dan­mörku, eru reglu­leg­ir gest­ir í frétta­skýr­ingaþætti dönsku sjón­varps­stöðvar­inn­ar TV2. Í síðustu viku lýstu þeir mik­illi undr­un yfir því að Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, hefði vísað Ices­a­ve-lög­un­um í þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

Lykk­et­oft sagði, að niðurstaða at­kvæðagreiðslunn­ar væri gott dæmi um hvað það væri galið að vísa máli af þessu tagi í þjóðar­at­kvæðagreiðslu.  

Ell­em­an-Jen­sen sagði, að Ólaf­ur Ragn­ar hefði neitað að staðfesta lög­in þótt mik­ill meiri­hluti á ís­lenska þing­inu hefði samþykkt þau enda hefði Ices­a­ve-samn­ing­ur­inn verið hag­stæður. 

Lykk­et­oft sagði, að ís­lenska ríkið vær í mun betri stöðu en til dæm­is það gríska eða portú­galska.  En hætta væri á að þessi ruglaði for­seti hefði skemmt fyr­ir lönd­um sín­um með því að staðfesta ekki lög­in. 

Ell­em­an-Jen­sen sagði, að nú spyrðu menn sig út í heimi hvort hægt væri að gera samn­inga við Íslend­inga. Sagði hann, að Ólaf­ur Ragn­ar hefði í raun tekið lýðræðis­lega kjörið þing Íslend­inga úr sam­bandi og þannig grafið und­an lýðræðinu í Íslandi.

Lykk­et­oft sagði, að hann bæri mikla virðingu fyr­ir Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, for­sæt­is­ráðherra, sem hefði leitt Ísland gegn­um krepp­una og þyrfti á mórölsk­um stuðningi að halda. 

Þátt­ur­inn á TV2

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert