Vill að borgarstjóri víki

Jón Gnarr, borgarstjóri, á fundi borgarstjórnar. Myndin er úr safni.
Jón Gnarr, borgarstjóri, á fundi borgarstjórnar. Myndin er úr safni. mbl.is/Sigurgeir

Borgarstjóri veldur ekki starfi sínu að vera borgarstjóri í Reykjavík, það er kalt mat mitt, sagði Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á fundi borgarstjórnar nú í kvöld og taldi að Jón Gnarr ætti að víkja úr embætti sínu.

Heitar umræður hafa verið á fundinum og varð Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgarstjórnar, um tíma að biðja borgarfulltrúa að gæta orða sinna úr ræðustóli og virða fundarsköp.

Á fundinum er m.a. verið að ræða áform meirihlutans í borginni um að sameina leikskóla í borginni. Hægt er að hlusta á útsendingu á fundinum á vef Reykjavíkurborgar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert