Vill að borgarstjóri víki

Jón Gnarr, borgarstjóri, á fundi borgarstjórnar. Myndin er úr safni.
Jón Gnarr, borgarstjóri, á fundi borgarstjórnar. Myndin er úr safni. mbl.is/Sigurgeir

Borg­ar­stjóri veld­ur ekki starfi sínu að vera borg­ar­stjóri í Reykja­vík, það er kalt mat mitt, sagði Júlí­us Víf­ill Ingvars­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, á fundi borg­ar­stjórn­ar nú í kvöld og taldi að Jón Gn­arr ætti að víkja úr embætti sínu.

Heit­ar umræður hafa verið á fund­in­um og varð Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, for­seti borg­ar­stjórn­ar, um tíma að biðja borg­ar­full­trúa að gæta orða sinna úr ræðustóli og virða fund­ar­sköp.

Á fund­in­um er m.a. verið að ræða áform meiri­hlut­ans í borg­inni um að sam­eina leik­skóla í borg­inni. Hægt er að hlusta á út­send­ingu á fund­in­um á vef Reykja­vík­ur­borg­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert