„Að meinalausu að falla frá breytingunni“

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Reuters

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að frumvarp til upplýsingalaga og stóraukinn upplýsingaréttur sé nú gert tortryggilegt með rangtúlkunum. 

Á Facebook-síðu sinni segir Jóhanna að í stað 80 ára leyndar vegna stjórnarskrárvarinna einkamálefna einstaklinga sé lagt til að árin verði 110 í algerum undantekningartilfellum, enda lifi fólk lengur.

„Ef gera á gott framfaramál tortryggilegt með slíkum villandi málflutningi þá er mér algerlega að meinalausu að falla frá breytingunni og færa ákvæðið til fyrra horfs,“ skrifar Jóhanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert