„Að meinalausu að falla frá breytingunni“

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Reuters

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir að frum­varp til upp­lýs­ingalaga og stór­auk­inn upp­lýs­inga­rétt­ur sé nú gert tor­tryggi­legt með rangtúlk­un­um. 

Á Face­book-síðu sinni seg­ir Jó­hanna að í stað 80 ára leynd­ar vegna stjórn­ar­skrár­var­inna einka­mál­efna ein­stak­linga sé lagt til að árin verði 110 í al­ger­um und­an­tekn­ing­ar­til­fell­um, enda lifi fólk leng­ur.

„Ef gera á gott fram­fara­mál tor­tryggi­legt með slík­um vill­andi mál­flutn­ingi þá er mér al­ger­lega að meina­lausu að falla frá breyt­ing­unni og færa ákvæðið til fyrra horfs,“ skrif­ar Jó­hanna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert