Gagnrýnir framsetningu SA

Grundartangi.
Grundartangi. www.mats.is

„Ef mönn­um finnst það lítið að starfsmaður sé að fá ein­greiðslu upp á hálfa millj­ón króna, þá má verka­fólk á hinum al­menna vinnu­markaði al­deil­is fara að bú­ast við veg­legri launa­hækk­un. Ég segi bara ekki meira,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness.

Hann gagn­rýn­ir um­fjöll­un Sam­taka at­vinnu­lífs­ins um aðdrag­anda og inn­tak nýs kjara­samn­ings starfs­manna Elkem, og seg­ir allt tal um að hann hafi, fyr­ir hönd VLFA, gefið eft­ir í kröfu­gerð sinni. Í um­fjöll­un SA seg­ir meðal ann­ars að launa­hækk­un á samn­ings­tím­an­um geti orðið allt að 14,7%.

„VLFA samdi við fyr­ir­tækið um ein­greiðslu. Þannig að samn­ing­ur­inn er að gefa starfs­mönn­um, á fyrsta ár­inu, tæp 17% í hækk­un. Þeir eru bara í bullandi vand­ræðum með þetta,“ seg­ir Víl­hjálm­ur. „Í heild­ina er þessi samn­ing­ur okk­ar að gefa á bil­inu 25% til 26% hækk­un á samn­ings­tím­an­um. Ég veit að þetta er óþægi­legt fyr­ir SA, að horfa á þess­ar blá­köldu staðreynd­ir. En þetta er það sem starfs­menn Elkem eru að fá í launa­hækk­an­ir.“

Hann seg­ir ein­greiðsluna sem starfs­menn Elkem fái ekki hafa verið eig­in­lega hluta af samn­ingn­um, en hún sé hins veg­ar meg­in­for­senda þess að samn­ing­ar náðust yfir höfuð.

„Auðvitað hrökkva menn við þegar starfsmaður er að fá 500 þúsund krón­ur í ein­greiðslu. En að lesa síðan [frétt SA], þar sem menn eru bún­ir að kasta þessu upp með þess­um hætti - manni bara flökr­ar við því, vegna þess að þess­ir menn eru með allt niður um sig í þess­um mál­um. “

Vil­hjálm­ur seg­ir ljóst að allt hafi „orðið vit­laust“ á milli ASÍ og SA í kjöl­far samn­ings­ins. „Ég held að þeir ættu að fara að ein­beita sér að því að reyna að klára kjara­samn­inga handa verka­fólki á hinum al­menna vinnu­markaði. Það er lang­ur veg­ur frá því að ég hafi fallið frá ein­hverj­um kröf­um, þegar menn standa uppi með 25-26% launa­hækk­un í hönd­un­um, og starfs­menn eru að fá 500 þúsund króna greiðslu með næstu út­borg­un. Þannig að ég vísa þessu út í hafsauga.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert