Hefði getað farið illa

Aðalsteinn Jónsson SU og Huginn VE (t.h.)
Aðalsteinn Jónsson SU og Huginn VE (t.h.) mbl.is/Hafsteinn

„Ef þeir hefðu verið ein­ir þarna, og eng­inn verið yfir þeim, hefði þetta getað farið illa,“ seg­ir Guðmund­ur Hug­inn Guðmunds­son, skip­stjóri á Hug­in VE, um menn­ina þrjá sem urðu fyr­ir kol­sýr­ingseitrun síðdeg­is í dag.

Sjálf­ur var Guðmund­ur Hug­inn ekki svæðinu þegar óhappið átti sér stað, en hann kom á vett­vang þegar verið var að bera þann sem verst varð úti í land.

„Þetta fór nú bet­ur en á horfðist. Það reddaði því að þarna voru rétt­ir menn á rétt­um stöðum og þeir gerðu allt rétt. Þeir komu strax með svo­kölluð flótta­tæki og hringdu á Neyðarlín­una.“

Menn­irn­ir voru að störf­um í vél­ar­rúmi skips­ins þegar óhappið átti sér stað. Svo virðist sem loki haf gefið sig á röri sem hafði verið bilað, með þeim af­leiðing­um að súr­efnið tæmd­ist úr rým­inu sem þeir voru stadd­ir í.

Guðmund­ur Hug­inn seg­ir eng­ar skemmd­ir hafa orðið á vél­búnaði og ekki rétt að tala um að spreng­ing hafi orðið. Hann reikn­ar með því að rann­sókn fari fram, en veit að svo stöddu ekki hvort eða hvenær það verði.

„Ég veit bara að það er allt í lagi með þá núna,“ seg­ir hann um skip­verj­ana þrjá. „Það átti að fara með einn þeirra til Reykja­vík­ur, en hann vildi það ekk­ert.“ Sá missti meðvit­und ofan í vél­ar­rúm­inu og man ekk­ert eft­ir óhapp­inu. Hann vaknaði fljót­lega og virt­ist við þokka­lega heilsu.

Flutt­ur til Reykja­vík­ur

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert